Lífsrækt

Sagan
okkar

Þor ehf var stofnað árið 1991. Í dag tengist þjónustan einkum við námskeiðahald og viðburði tengt Qigong lífsorku og sterkri leiðtogamenningu. Við stuðlum að starfsanda þar sem ríkir traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín. Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.

Þor býður einnig þjónustu við bókhald, greiningar, hönnun, útboð og verkefnastjórn við hugbúnaðargerð. Þorvaldur hefur 40 ára reynslu í slíkri vinnu.

Hafa samband
Image

Þorvaldur Ingi Jónsson

Þorvaldur er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Hann starfaði lengst við stjórnun og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum fyrir ríkið. Þorvaldur kenndi í Verslunarskóla Íslands, Háskóla Íslands og á fjölda námskeiða fyrir tengt bókhaldi og fjármálum.

Undanfarin ár hefur Þorvaldur lagt aðal áhersluna á námskeið og fyrirlestra um áhrifamátt skapandi leiðtogamenningar og jákvæðs lífsmáta, ásamt því að kenna og leiða Qigong lífsorkuæfingar.

Lífrækt

Námskeiðahald og viðburðir
tengt Qigong lífsorku og sterkri
leiðtogamenningu. 

Þjónusta

Sérsniðin námskeið og viðburðir að þörfum fyrirtækja og stofnana, t.d. tengt starfsdögum og styrkingu starfsánægju.

Hafa samband

Fylgstu með